Fara í efni

Föstudagurinn DIMMI 2020 þokast nær . . . þorir þú í göngutúr í myrkrinu?
Vasaljósaganga verður í Skógræktinni við Bjarg Borgarnes í tilefni af Föstudeginum DIMMA. Gönguleiðin verður merkt með endurskinsmerkjum og liggur frá innsta húsi í Garðavík, í áttina að túninu að Bjargi og þaðan í krókaleið í gegnum skóginn og endar á móts við þar sem Arnarklettur og vegurinn að Bjargi mætast (hægt leggja af stað frá báðum endum).
Eina sem þarf í göngutúrinn eru góðir skór, vasaljós og góða skapið. Við vonum að fjölskyldur geti átt skemmtilega stund saman í myrkrinu og þeir kjörkuðustu geta prófað að slökkva ljósin og leggja við hlustir.
Þeir sem komast ekki í göngutúr á föstudaginn geta nýtt helgina því enduskinsmerkin munu hanga frá föstudagsmorgni fram á sunnudag. Aðgangur ókeypis.