Fara í efni
Árlega er boðið upp á sérstaka ormahreinsunardaga fyrir gæludýr sem eru skráð í þéttbýli í sveitarfélaginu. Þeir sem ekki nýta sér þessa þjónustu eru beðnir að skila vottorði fyrir áramót um að dýr þeira hafi verið hreinsuð annars staðar.

Borgarnes 23. nóvember að Borgarbraut 55.
Fyrir hunda: kl. 16:30 - 19:00.
Fyrir ketti kl. 19:15 - 20:15.
Umsjón: Gunnar Gauti Gunnarsson.

Bifröst 24. nóvember í kyndistöðinni kl. 16:30 - 18:00.
Umsjón: Gunnar Gauti Gunnarsson.

Borgarnes 29. nóvember að Borgarbraut 55 kl. 17:00 - 19:00.
Umsjón: Kristín Þórhallsdóttir.
Lögum samkvæmt skulu allir hundar, kettir og kanínur vera örmerkt og skráð í miðlægan gagnagrunn, www.dyraaudkenni.is.

Skráningarskylda er á öllum hundum og köttum í þéttbýli Borgarbyggðar.

Skylt er að ormahreinsa alla hunda 4 mánaða og eldri árlega, ormahreinsunin er innifalin í leyfisgjaldi sveitarfélagsins. Óskráð gæludýr eru velkomin og geta eigendur sótt um leyfi til gæludýrahalds í þjónustugáttinni.

Þeir sem ekki nýta sér þessa þjónustu þurfa að skila vottorði fyrir áramót um að dýr þeirra hafi verið hreinsað annars staðar.

Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu Borgarbyggðar, í síma 433-7100 og á netfanginu thjonustuver@borgarbyggd.is.

Vakin er athygli á því að það er grímuskylda og eru einstaklingar beðnir um að gæta að persónubundnum sóttvörnum.