Fara í efni

Íbúar peppaðir í gang á nýju ári

Íbúar peppaðir í gang á nýju ári

Góð þátttaka var á íbúafundi UMSB og Heilsueflandi samfélags fimmtudaginn sl. í Hjálmakletti.

Aldís Arna Tryggvadóttir markþjálfi fjallaði um hvernig ná má árangri í lífinu með markmiðasetningu og sjálfsrækt. Tók hún fjölmörg dæmi sem geta aðstoðað einstaklinga að láta drauma sína rætast.

Gauti Grétarsson einn reyndasti sjúkraþjálfari landsins fjallaði um mikilvægi hreyfingar og hversu mikilvægt er að þjálfa rassvöðva. Fór hann yfir æfingar sem hægt er að gera til að finna og virkja þennan mikilvæga vöðva.

Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri UMSB kynnti stuttlega Landmót UMFÍ 50+ sem haldið verður í Borgarnesi dagana 19.– 21. júní 2020. Samningur milli Borgarbyggðar og UMFÍ verður undirritaður bráðlega og hefur stýrihópur um verkefnið þegar hafið störf.

Ljóst er að íbúar verða vel peppaðir á nýju ári eftir að hafa hlustað á þessi erindi.