Fara í efni

Skallagrímsgarður

Skallagrímsgarður er skrúðgarður sem er staðsettur milli Íþróttamiðstöðvarinnar í Borgarnesi og Borgarbrautar. Aðkoma í Skallagrímsgarð er frá Borgarbraut og Þorsteinsgötu (við Íþróttamiðstöð).

Árið 1930 keyptu UMF. Skallagrímur og Kvenfélag Borgarness í sameiningu túnblett í norðanverðum Skallagrímsdal og var garðurinn byggður upp og ræktaður með hefðbundnu skrúðgarðayfirbragði þess tíma. Í garðinum er að finna nokkur listaverk s.s. afsteypu af Óðinshrafni eftir Ásgrím Sveinsson, lágmynd af Agli Skallagrímssyni eftir Önnu Maríu Nilsen og styttu eftir Guðmund frá Miðdal, sem nýlega var endurgerð og sómir sér vel í tjörn í garðinum.