Fara í efni

Leikskólinn Andabær

Leikskólinn Andabær er staðsettur við Arnarflöt 2 á Hvanneyri. Leikskólinn er þriggja deilda leikskóli og heita deildarnar Goðheimar, Álfheimar og Hulduheimar. Leikskólinn var upphaflega stofnaður af foreldrum um 1982-1983. Skólinn rúmar um 65 börn og höfum við getað tekið börn inn frá því fæðingarorlofi lýkur. Skólinn er vel staðsettur í umhverfi kletta og fallegrar náttúru sem býður upp á skemmtilega upplifun og reynslu sem nýtt er í námi barnanna. Einkunnarorð leikskólans eru, leikur, gleði og vinátta. Helstu verkefni skólans eru; Leiðtogaverkefnið „the leader in me“, Grænfáninn, Heilsustefnan, heilsueflandi leikskóli og Réttindaskóli UNICEF.

Hægt er að nálgast allar upplýsingar um starfið í skólanámskrá skólans hér.

Smelltu hér til að skoða heimasíðu leikskólans.