Leikskólinn Klettaborg
Leikskólinn Klettaborg er staðsettur að Borgarbraut 101 í Borgarnesi. Leikskólinn er 3ja deilda fyrir börn á aldrinum 12 mánaða til 6 ára. Á Ólátagarði eru yngstu börnin, á Kattholti eru 2-4 ára börn og á Sjónarhóli eru 4-6 ára börn. Sveigjanlegur dvalartími er á öllum deildum.
Leikskólinn Klettaborg starfar samkvæmt lögum um leikskóla nr. 90/2008. Lögin kveða á um að leikskólinn sé fyrsta skólastigið í skólakerfinu og er fyrir börn undir skólaskyldualdri. Jafnframt starfar leikskólinn eftir Skólastefnu Borgarbyggðar.
Leikskólinn gefur út foreldrahandbók sem foreldrar fá við upphaf leikskólagöngu, þar eru helstu upplýsingar um leikskólann og leikskólastarfið. Sjá nánar hér.