Leikskólinn Hraunborg
Leikskólinn Hraunborg staðsettur á Bifröst og er rekinn af Hjallastefnunni samkvæmt þjónustusamningi við Borgarbyggð. Allt sem gerist í Hjallastefnuskóla byggir á hugsjónum sem eru nánar útskýrðar í meginreglum og kynjanámskrá.
Meginreglurnar eru grunnur fyrir skólamenninguna og ákvarða lausnir í öllu skipulagi og aðferðum. Kynjanámskráin snýst um persónuþroska hvers barns svo og þá hegðun sem starfsfólk þarf að tileinka sér.
Námskráin er iðkuð alla daga og myndar að auki lotur sem skipta skólaárinu upp í sex starfstímabil. Nánari upplýsingar um Hjallastefnuna má sjá hér.