Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Bjarki Pétursson Íslandsmeistari í golfi

Borgnesingurinn Bjarki Pétursson, kylfingur úr GKG vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í golfi núna um helgina en mótið fór fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Þess má einnig geta að Bjarki sló mótsmet með spilamennsku sinni.

Yfirlýsing frá Borgarbyggð vegna Húsafells

Árið 2018 felldi úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála úr gildi byggingarleyfi sem Borgarbyggð hafði gefið út fyrir legsteinaskála að Bæjargili í landi Húsafells þar sem umrætt leyfi væri hvorki í samræmi við landnotkunarflokk svæðisins samkvæmt skipulagsreglugerð né skilmálum Aðalskipulags Borgarbyggðar 2010-2022.

Stýrihópur tekur til starfa

Þegar markaðsstefnumótun Borgarbyggðar var kynnt fyrr í sumar var ákveðið að fara strax af stað með innleiðingarferlið.
Covid-19

Breytt fyrirkomulag í dósamóttökunni frá og með 5. ágúst

Frá og með deginum í dag mun starfsfólk dósamóttökunnar ekki telja samdægurs, heldur þremur dögum eftir afhendingu sendinga. Þessar ráðstafanir eru gerðar í ljósi aðstæðna í samfélaginu og til þess að gæta að sóttvörnum.