Sorpflokkun
Sorpflokkun
Íslenska Gámafélagið sér um sorphirðu í Borgarbyggð
Sími 577-5757
Vefsíða Íslenska Gámafélagsins www.gamafelagid.is
Frá 1. apríl 2020 er þriggja tunnu kerfi í Borgarbyggð; græn endurvinnslutunna fyrir heimilisúrgang sem fer til endurvinnslu, brún tunna fyrir lífrænan eldhúsúrgang og grá tunna fyrir sorp sem fer í urðun.
Flokkun lífræns úrgangs er mikilvægt framlag til loftslagsmála, enda er lífrænn eldhúsúrgangur ekki rusl heldur hráefni sem hægt er endurvinna og framleiða jarðvegsbæti og söfnun lífræns úrgangs til endurvinnslu samræmist því hugmyndafræði hringrásarhagkerfisins. Þegar lífrænn úrgangur er urðaður glatast mikilvæg lífræn efni og þá myndast metan í urðunarstaðnum sem er margfalt áhrifaríkari gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur.
Í lögum um meðhöndlun úrgangs kemur fram að lífrænan úrgang skuli nota en ekki urða og í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar eru settar fram áætlanir um urðunarskatt og bann við urðun lífræns úrgangs.
Einfaldar flokkunartöflur fyrir grænu og brúnu tunnurnar eru gagnlegar til að tileinka sér vinnubrögðin við flokkun.
Þeir sem ekki eru vissir um hvað á að fara í hvaða tunnu, eru hvattir til að skoða flæðiritið hér að neðan.
Allar fyrirspurnir, athugasemdir og ábendingdar varðandi brúnu tunnuna skal senda á borgarbyggd@borgarbyggd.is
Flokkunartöflur
Sorphirðudagatöl 2022
Gámastöðin við Sólbakka 12
Opnunartími:
Sunnudaga til föstudaga kl. 14:00-18:00
Laugardaga kl. 10:00-14:00
Íbúar sveitarfélagsins geta komið með allt að 8 rúmmetra af úrgangi frá heimilum á gámastöðina á ári, án þess að greiða fyrir.
Annað
Það er á ábyrgð húsráðenda að halda sorpílátum hreinum, hreinsa snjó frá sorpgeymslum og tryggja að sorpílát séu tryggilega fest og fjúki ekki.
Frekari upplýsingar um sorphirðu og úrgangsmál í Borgarbyggð er að finna hér.
Á heimasíðu Íslenska Gámafélagsins er auk þess að finna margvíslegar upplýsingar um endurvinnslu og flokkun.