Fara í efni

15 ára afmæli Uglukletts

15 ára afmæli Uglukletts

Mikið var um dýrð í leikskólanum Uglukletti í gær fimmtudaginn 20. október, en skólinn hélt upp á 15 ára starfsafmæli sitt.

Börnin í leikskólanum fengu að skipleggja daginn eftir sínu höfðu og var meðal annars boðið upp á pitsu í hádeginu, hengdar voru upp blöðrur og bökuð dýrindis kaka í tilefni dagsins. Börnin buðu einnig foreldrum sínum og öðrum aðstandendum á opið hús, meðal annars til að sjá listasýningu sem sett var upp í salnum sem börnin höfðu unnið að í aðdraganda dagsins.

Fjöldi fólks heimsótti leikskólann í tilefni hátíðarinnar og samgladdist með bæði börnum og starfsfólki, er þeim þakkað kærlega fyrir að gera daginn eftirminnilegan.