Fara í efni

Aldan safnar fyrir snjallhugbúnaði

Aldan safnar fyrir snjallhugbúnaði

Í byrjun árs dreymdi Guðmund Stefán Guðmundsson, starfsmann Öldunnar að hann væri að hjóla frá Borgarnesi á Sauðárkrók. Guðmundur ákvað í kjölfarið að setja sér markmið og hjóla þessa leið norður á æfingarhjóli. Markmið Guðmundar varð til þess að fleiri starfsmenn settu sér sambærileg markmið, meðal annars er verið að labba til Húsavíkur á göngubretti og hjóla til Ólafsvíkur og Akraness svo dæmi séu tekin.

Mikill samhugur myndaðist á umræðuvef Borgarness á samfélagsmiðlinum Facebook og ákváðu stjórnendur að hefja söfnun á snjallhugbúnaði. Það stendur til að kaupa hugbúnaðinn Motiview sem gerir iðkendum kleift að horfa á ferðaleiðina í sýndarheimi.

Bankareikn:    0326-13-000004

Kennitala:       510694-2289

Starfsmenn Öldunnar vilja þakka fyrir framtak íbúa sveitarfélagsins.