Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Umhverfið

Nýr samningur við HSS verktak um söfnun dýraleifa

Skrifað hefur verið undir nýjan samning við HSS verktak um söfnun dýraleifa á lögbýlum til næstu 12 mánaða. Send var verðfyrirspurn til nokkurra aðila og í kjölfarið samþykkt að semja við lægstbjóðanda.

Stofnfundur félag hinsegin fólks á Vesturlandi 11. febrúar n.k.

Árið 2020 fékk verkefnið „Hinsegin Borgarbyggð“ styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands en verkefnið gengur út á að halda Gleðigöngu í Borgarnesi sem var fyrirhuguð sumarið 2020. En eins og svo mörg verkefni fór Gleðigangan á ís vegna heimsfaraldursins.
Útboð

Tilboð í rekstur tjaldsvæða

Borgarbyggð óskar eftir rekstraraðila/-um til að sinna tjaldsvæðum í Borgarnesi og Varmalandi. Óskað er tilboða í rekstur tjaldsvæðisins í Borgarnesi til tveggja ára 2021 og 2022, með möguleika á framlengingu tvisvar sinnum í eitt ár, og rekstur tjaldsvæðisins á Varmalandi til fjögurra ára 2021-2024. Þeir sem hafa áhuga á að fá send verðfyrirspurnargögn, sér að kostnaðarlausu, sendi beiðni þess efnis á netfangið borgarbyggd@borgarbyggd.is

Yfirlýsing frá Borgarbyggð vegna rakaskemmda í Ráðhúsi

Í lok síðasta árs skilaði verkfræðistofan EFLA skýrslu vegna úttektar á neðstu hæð Ráðhússins með það að markmiði að meta núverandi ástand á ytra byrði hússins og kanna innvist, þar á meðal athuga hvort rakavandamál væru til staðar
Menning

Endurbygging Hlíðartúnshúsanna á lokastigi

Þau eru falleg gömlu útihúsin við Hlíðartún í Borgarnesi og hafa vakið athygli margra. Þau eru orðin 100 ára og hafa verið í endurbyggingu á vegum Borgarbyggðar síðan á níræðisafmæli sínu árið 2009.
Covid-19

Upplýsingar varðandi hóptíma í sal og líkamsræktarstöðinni

Ákveðið hefur verið rýmka reglur sem gilda fyrir hóptíma í sal. Iðkendur sem skrá sig í hóptíma skuldbinda sig ekki til þess að mæta samfellt í fimm vikur. Nóg er að skrá sig einn tíma í einu en mikilvægt er að skrá sig og er það forsenda fyrir að fá að mæta í umræddan tíma.
Skólastarf

Hnoðraból opnar á nýjum stað

Á föstudaginn fór fram formleg opnun leikskólans Hnoðrabóls í nýju húsnæði á Kleppjárnsreykjum. Starfsemi leikskólans var á tímabili á tveimur stöðum, á nýja staðnum á Kleppjárnsreykjum og á Grímsstöðum í Reykholtsdal en nú eru allir komnir undir sama þak.