Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des
Íbúafundir

Bein útsending frá fundi sveitarstjórnar í fyrsta skipti

Í dag eru merk tímamót í sögu Borgarbyggðar. Streymt verður frá fundi sveitarstjórnar í fyrsta skipti og gefst íbúum og öðrum gestum nú tækifæri til þess að fylgjast með sveitarstjórnarfundum í hljóði og mynd í rauntíma.

Hóptímar hefjast að nýju í íþróttahúsinu

Skipulagðir hóptímar í sal og líkamsræktarstöðinni hefjast að nýju með ströngum skilyrðum. Í hverju hóp mega vera að hámarki 20 manns, á fyrirfram ákveðnum tímum sem ákveðnir eru í samráði við forstöðumann íþróttamiðstöðva. Einkaþjálfarar og viðurkenndir íþróttakennarar sem hafa áhuga á að bjóða upp á slíka tíma skulu hafa samband við forstöðumann fyrir frekari upplýsingar í síma 433-7140.
Félagsþjónusta

Sérstakar húsaleigubætur

Vakin er athygli þeirra sem notið hafa sérstakra húsaleigubóta frá Borgarbyggð að endurnýja þarf umsókn um áramót.
Umhverfið

Áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð

Umhverfisstofnun, ásamt landeigendum og sveitarfélaginu Borgarbyggð, kynnir áform um friðlýsingu Borgarvogs í Borgarbyggð sem friðlands í samræmi við 49. gr. náttúruverndarlaga nr. 60/2013.