Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Breytingar í úrgangsþjónustu

Um áramótin tóku gildi ný lög um hringrásarhagkerfi. Markmið með lögunum er m.a. að skapa skilyrði fyrir myndun hringrásarhagkerfis, stuðla að sjálfbærri auðlindanotkun, draga úr sóun verðmæta og draga úr myndun úrgangs og draga úr urðun úrgangs. Þessi lög hafa m.a. áhrif á skyldur sveitarfélaga í úrgangsmálum og eru sveitarfélög á Íslandi nú í óða önn að innleiða þær breytingar sem þarf til að uppfylla skilyrði laganna.

Lífshlaupið 2023

Skráning er hafin í Lífshlaupið 2023 - landskeppni í hreyfingu, og verður hún ræst í sextánda sinn miðvikudaginn 1. febrúar nk.

Laus störf hjá sveitarfélaginu

Fjölmörg spennandi og krefjandi störf eru auglýst laus til umsóknar í Borgarbyggð um þessar mundir. Um er að ræða framtíðarstörf sem og tímabundnar ráðningar.

Leikgleði - leiklistarnámskeið fyrir ungmenni í 7.-9.bekk grunnskóla

Á þessu vornámskeiði verður farið í grunnatriði í leiklist, svo sem leiktækni, persónusköpun, líkamstækni, spuna og hlustun, samvinnu og frumkvæði. Námskeiðið endar á opnum tíma þar sem vinum/aðstandendum er boðið að sjá afrakstur námskeiðsins ef vilji þátttakenda er til þess.

Kristín Þórhallsdóttir kjörin Íþróttmanneskja Borgarfjarðar 2022

Kristín Þórhallsdóttir var kjörin Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2022, annað árið í röð. Kristín er 38 ára gömul og keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akraness. Kristín vann silfurverðlaun á EM og HM og tvíbætti evrópumetin í hnébeygju og samanlögðu á árinu. Hún bætti auk þess íslandsmetin í hnébeygju, réttstöðulyftu, réttstöðulyftu single liftt og samanlögðu. Kristín náði 110,27 IPF-GL stigum á árinu, en það er mesti stigafjöldi sem náðst hefur af íslenskum keppanda. Kristín er þriðja á heimslista Alþjóðlega kraftlyftingasambandsins (IPF) í sínum þyngdarflokki fyrir árið 2022 og á fjórða besta árangur í samanlögðu sem náðst hefur í þessum flokki í sögunni innan IPF. Kristín var auk þess í 8. sæti í vali samtaka íþróttafréttamanna á íþróttamanni ársins og kjörin kraftlyftingakona ársins annað árið í röð.

Ný einföld og snjöll ábendingagátt

Ný útgáfa af ábendingagátt fór í loftið föstudaginn sl, en um er að ræða nýtt viðmót sem hefur verið í þróun í nokkurn tíma.