04. september, 2023
Haust í Safnahúsinu
Nóg er um að vera í Safnahúsinu núna þegar fer að hausta. Sumarsýningin Spor eftir spor- Íslenski búningurinn líður senn undir lok og er síðasti sýningar dagur 9. september, við tekur sýning Vatnslitafélags Íslands Blæbrigði sem opnar 23. september.