Fara í efni

Borgarbyggð fær veglega gjöf

Borgarbyggð fær veglega gjöf

Þann 1. júlí s.l. barst Borgarbyggð bekkur að gjöf sem settur hefur verið niður við göngustíginn í Englendingavík í Borgarnesi.

Gefandi er Erna Sigurðardóttir og er gjöfin til minningar um bróður Ernu, Smára Sigurðsson sem fæddist í gamla kaupfélagshúsinu í Englendingavík.  Smári ólst upp í Englendingavík fyrstu æviárin og undi hann sér einkar vel í fjörunni.

Á myndinni eru  Erna og eiginmaður hennar Sigurður Pálmar Þórðarson ásamt Þórdísi Sif Sigurðardóttur sveitarstjóra sem veitti bekknum viðtöku.

Ernu eru færðar innilegar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf.