Fara í efni

Breytingar í Safnahúsi Borgarfjarðar

Breytingar í Safnahúsi Borgarfjarðar

Í lok febrúar hófust breytingar í Safnahúsinu sem miða að því að opna og auka flæði á annarri hæð hússins. Búið er að taka niður vegg sem afmarkaði bókasafnið, komið er nýtt og flottara afgreiðsluborð sem þjóna á afgreiðslu og upplýsingagjöf fyrir alla gesti sem sækja Safnahúsið heim.

Á komandi vikum verður farið í frekari breytingar á uppröðun og ásýnd bókasafnsins og gætu gestir orðið varir við það. Starfsfólks Safnahússins vill þakka fyrir góðar viðtökur við þessu fyrstu skrefum í breytingum og sérstaklega þakka þeim gestum sem heimsóttu safnið dagana sem mestu framkvæmdirnar voru þrátt fyrir vinnuryk og hávaða.