Fara í efni

Ekkert um okkur án okkar - Samráðshópur í málefnum fatlaðra á þjónustusvæði Borgarbyggðar

Ekkert um okkur án okkar - Samráðshópur í málefnum fatlaðra á þjónustusvæði Borgarbyggðar

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum þann 14. maí sl. erindisbréf fyrir samráðshóp um málefni fatlaðs fólks í Borgarbyggð. Hópurinn er samráðsvettvangur um þjónustu við fatlað fólk og þróun mála sem varðar fatlað fólk innan þjónustusvæðis Borgarbyggðar.

Samráðshópur um málefni fatlaðs fólks er starfræktur á grundvelli 42. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga með síðari breytingum. Fatlað fólk á rétt á almennri þjónustu og aðstoð skv. fyrrgreindum lögum. Starf samráðhópsins byggir á inntaki samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og á stefnumörkun og almennum samþykktum Borgarbyggðar.

Hlutverk samráðshóps er að vera formlegur vettvangur samráðs og samstarfs við sveitarstjórnir á þjónustusvæðinu um hagsmuni fatlaðs fólks framkvæmd og þróun þjónustunnar. Einnig að fylgjast með þróun þjónustu í málefnum fatlaðra, gera fötluðu fólki kleift að hafa áhrif á og taka þátt í skipulagi og framkvæmd þjónustu sem það varðar svo og öðrum hagsmunamálum sínum. Loks að  bæta aðgengi fatlaðs fólks í víðum skilningi.

Í hópinn voru skipuð Silja Eyrún Steingrímsdóttir, Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir og Guðveig Eyglóardóttir og varamenn Lilja Björg Ágústsdóttir, Guðmundur Freyr Kristbergsson og Finnbogi Leifsson.

Nálgast má erindisbréf hópsins hér.