Fara í efni

Félagsfærninámskeið fyrir börn - ART námskeið

Félagsfærninámskeið fyrir börn - ART námskeið

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar býður upp á ART námskeið fyrir börn á grunnskólaaldri. ART stendur fyrir Agression Replacement Training og er aðferð sem hjálpa börnum að bæta félagsfærni, læra að stjórna reiði sinni, efla siðferðis-þroska og draga úr erfiðri hegðun. ART gagnast öllum vel og hjálpar oft börnum með ýmis þroska og hegðunarfrávik, of-vikni eða atferlisraskanir að ná betri tökum á hegðun og líðan.

Námskeiðsþættir
Félagsfærniþjálfun: Þáttakendum kennd jákvæð samskipti í daglegu lífi og unnið kerfisbundið með tiltekin atriði.
Sjálfsstjórn: Þátttakendur læra að bregðast við árekstrum með því að þekkja hvað reiðir þá, hvað gerist innra með þeim þegar þeir verða reiðir, hvernir þeir eru vanir að bregðast við og hvaða afleiðingar það hefur. Þátttakendum er kennt að rjúfa ferlið með ýmsum aðferðum.
Efling siðferðis: Þátttakendur rökræða undir stjórn leiðbeinan-da út frá klípusögum þar sem koma fram siðferðileg álitamál.

Skráning

  • Skráning fer fram í gegnum netfangið: saeakjartans@gmail.com 
  • Við skráningu þarf að koma fram nafn og aldur barns, nöfn foreldra eða forráðamanna og símanúmer þeirra.
  • Hámarks fjöldi þátttakenda eru 6-8.

Staðsetning
Námskeiðið fer fram í Grunnskóla Borgarfjarðar, Hvanneyrar-deild.

Leiðbeinandi
Sæunn Ósk Kjartansdóttir kennari og ART þjálfi 

Fyrirkomulag

  • Börn á yngsta stigi grunnskóla (1.-4. bekkur). Námskeiðið er tvisvar í viku í 7 vikur á mánudögum og miðvikudögum. 
  • Upphaf námskeiðs er 10. október og stendur það frá kl. kl:17:15 til 18:15.

Börn á mið stigi grunnskóla (5. –7. bekkur) Námskeið fyrirhugað eftir áramót.