Fara í efni

Forgangur starfsfólks í framlínustörfum að grunn-og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna COVID-19

Forgangur starfsfólks í framlínustörfum að grunn-og leikskólaþjónustu, frístundastarfi og þjónustu dagforeldra vegna COVID-19

Almannavarnir hafa biðlað til stjórnenda leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila og dagforeldra að taka jákvætt í það að þeir aðilar sem sinna samfélagslega mikilvægri þjónustu svo sem í heilbrigðisgeiranum og viðbragðsgeiranum fái forgang fyrir börn sín hjá dagforeldrum, í leikskólum, í 1. og 2. bekk grunnskóla og á frístundaheimilum fyrir sama aldurshóp.

Borgarbyggð hefur ákveðið að fara eftir þessum tilmælum og vonast til þess að íbúar sýni því skilning.

Hér má sjá lista yfir starfsfólk sem getur óskað eftir forgang

Borgarbyggð vill árétta að listinn sem um ræðir er sífellt í endurskoðun.

Foreldrar þurfa að sækja um forganginn í gegnum www.island.is frá og með deginum í dag, 18. mars.

Í framhaldinu fer eftirfarandi ferli af stað:

  • Stjórnendur fá sendan lista yfir þá foreldra sem sækja um forgang.
  • Stjórnendur hafa leyfi til þess að hringja í atvinnurekenda til þess að staðfesta að viðkomandi upplýsingar séu réttar. Þetta má einungis fara fram í símtali og þessar upplýsingar má ekki skrásetja á nokkurn hátt.
  • Stjórnendur þurfa að útfæra fyrirkomulag forgangs með hverju foreldri. Þessi útfærsla þarf að vera unnin á föstudögum svo hægt sé að undirbúa fyrirkomulag komandi viku.

Vegna yfirstandandi viku, þ.e. 16. - 20. mars, þurfa stjórnendur að útfæra fyrirkomulag forgangs með foreldrum eins fljótt og auðið er, helst í lok dags á miðvikudegi þann 18. mars

Vakin er athygli á því að um neyðarúrræði er að ræða og ef foreldrar og forráðamenn geta nýtt sér núverandi skólakerfi þá er það hentugast.