Fara í efni

Framkvæmdir á Bjössaróló

Framkvæmdir á Bjössaróló

Undanfarið hafa staðið yfir nokkuð umfangsmiklar viðgerðir á leiktækjum á Bjössaróló í Borgarnesi. Endursmíða þurfti nokkur leiktæki frá grunni og var það Ólafur Axelsson smiður í Borgarnesi sem hafði veg og vanda af þessu verki ásamt starfsfólki sínu.

Bjössaróló er vinsæll viðkomustaður heimamanna og gesta og með þessum lagfæringum verður svæðið betur í stakk búið að taka á móti gestum sem vilja upplifa óvenjulegt leiksvæði.  Þessu til viðbótar er áætlað að endurgera stigann sem liggur að Bjössaróló frá íþróttasvæðinu og verður farið í þær framkvæmdir fljótlega.