Fara í efni

Greiðsluvél dósamóttökunnar komin í ráðhúsið

Greiðsluvél dósamóttökunnar komin í ráðhúsið

Greiðsluvél dósamóttökunnar er nú staðsett í móttöku ráðhússins.

Íbúar geta því frá og með deginum í dag nálgast inneign vegna dósa á Borgarbraut 14 milli kl. 09:30-15:00 alla virka daga.

Nauðsynlegt er að koma með greiðslukort til þess að leysa út inneignina. Vert er að taka fram að sé notað debetkort kemur færslan samstundis, en ef notað er kreditkort eða fyrir fram greitt kreditkort getur færslan tekið 3-5 daga að berast.