Fara í efni

Jólastund í Skallagrímsgarði – vilt þú vera með?

Jólastund í Skallagrímsgarði – vilt þú vera með?

Í ljósi breyttra aðstæðna vegna Covid-19 hefur aðventuhátíðinni sem fyrirhuguð var 28. nóvember verið aflýst. Þess í stað er fyrirhuguð jólastund í Skallagrímsgarði fimmtudaginn 16. desember nk. frá kl. 16:00 – 18:00, með þeim fyrirvara að gildandi takmörkunum verði aflétt 8. desember nk.

Borgarbyggð vill skapa notalega jólastemmningu og verður jólaandinn allsráðandi þar sem jólaljós og markaðstjöld prýða garðinn ásamt fallega jólatrénu. Jólasveinar kíkja í heimsókn og tónlistaratriðin verða á sínum stað.

Borgarbyggð leitar til einstaklinga, fyrirtækja og/eða félagasamtaka sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu með því að vera með sölutjöld í garðinum á meðan á jólastundinni stendur.

Þeir sem áhuga hafa á að vera með sölutjald skulu senda beiðni þar um í gegnum netfangið mannlif@borgarbyggd.is fyrir 1. desember n.k. Upplýsingar um vöruúrval þarf að fylgja beiðni um sölutjald

Nánari upplýsingar gefur María Neves, samskiptastjóri, í síma 433-7100 eða á netfangið maria.neves@borgarbyggd.is.