Fara í efni

Kortasjáin– upplýsingar

Kortasjáin– upplýsingar

Borgarbyggð vill vekja athygli á að ýmsar upplýsingar má nálgast á Kortasjá Borgarbyggðar, vefur sem rekinn er af Loftmyndum ehf.

Teikningar af flestum mannvirkjum í Borgarbyggð eru aðgengilegar á Kortasjánni, en allar stimplaðar teikningar hjá byggingarfulltrúa eru skannaðar inn á vefinn. Auk þess má nálgast skipulagsuppdrætti, upplýsingar um jarðamörk, veitur og fleira á Kortasjánni.

Loftmyndir á vefsíðunni eru uppfærðar reglulega.

Ráðlegt er að hafa samband við starfsfólk á umhverfis- og skipulagssviði til að kanna gildi þeirra gagna sem eru á netinu, leiki á því einhver vafi.

Athugið að oft eru fáar eða jafnvel engar teikningar til af eldri byggingum.

Leiðbeiningar til að leita að teikningum:

  1. Sláðu inn heimilisfangið
  2. Hakaðu við „teikningar af byggingum“
  3. Smelltu á rauða depilinn eða „skoða teikningar“

Þá ætti að birtast listi af þeim teikningum sem skráðar eru á viðkomandi fasteign.

Slóð á vefinn: https://www.map.is/borgarbyggd/