Fara í efni

Kristín Þórhallsdóttir kjörin Íþróttmanneskja Borgarfjarðar 2022

Kristín Þórhallsdóttir kjörin Íþróttmanneskja Borgarfjarðar 2022

Þann 6. janúar sl. hlaust Kristín Þórhallsdóttir nafnbótina Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2022, annað árið í röð. Kristín hefur stundað klassískar kraftlyftingar frá árinu 2019 og keppir fyrir Kraftlyftingafélag Akraness.

Á heimasíðu UMSB segir frá því að Kristín vann silfurverðlaun á EM og HM og tvíbætti evrópumetin í hnébeygju og samanlögðu á árinu. Hún bætti auk þess íslandsmetin í hnébeygju, réttstöðulyftu, réttstöðulyftu single liftt og samanlögðu. Einnig náði hún 110,27 IPF-GL stigum á árinu, en það er mesti stigafjöldi sem náðst hefur af íslenskum keppanda.

Kristín er þriðja á heimslista Alþjóðlega kraftlyftingasambandsins (IPF) í sínum þyngdarflokki fyrir árið 2022 og á fjórða besta árangur í samanlögðu sem náðst hefur í þessum flokki í sögunni innan IPF.

Ásamt því að vera Íþróttamanneskja Borgarfjarðar 2022 var hún valin Íþróttamaður Akraness 2022 og lenti auk þess í 8. sæti í vali samtaka íþróttafréttamanna á kjöri Íþróttamanni ársins 2022 og kjörin kraftlyftingakona ársins annað árið í röð.

Borgarbyggð óskar Kristínu innilega til hamingju með árangurinn.

 

 

 

Mynd: www.umsb.is