Fara í efni

Laus störf verkefnastjóra í skipulags- og byggingardeild

Laus störf verkefnastjóra í skipulags- og byggingardeild

Borgarbyggð er fallegt, friðsælt og fjölskylduvænt sveitarfélag á Vesturlandi, í nálægð við allt sem skiptir máli.

Við leitum eftir öflugum og drífandi einstaklingum sem sýna metnað og frumkvæði í starfi. Borgarbyggð hefur einsett sér að leggja aukna áherslu á notendamiðaða þjónustuhönnun, tækniframþróun og þjónustu við íbúa og viðskiptavini.

Í þeirri vegferð sem er framundan ætlum við að efla þjónustu sveitarfélagsins og vera tilbúin að mæta áskornum framtíðarinnar. Áhersla verður lögð á þverfaglegt samstarf í verkefnamiðuðu umhverfi og frekari þróun innra starfs sem leiði í senn framúrskarandi þjónustu og öflugs vinnuumhverfis.

Erum við að leita að þér?

VERKEFNASTJÓRI Í BYGGINGARMÁLUM

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Yfirferð séruppdrátta, þ.e. burðarþols-, lagna,- raflagna- og deiliteikningar.
 • Yfirferð eignaskiptasamninga og afgreiðsla til Þjóðskrá Íslands.
 • Skráning byggingarstjóra, hönnuði og iðnmeistara
 • Aðstoða byggingarstjóra við uppsetningu og skráningu á úttektarappi byggingarstjóra.
 • Aðstoðar við viðhald og varðveislu uppdrátta og skjala vegna opinbers vegna byggingamála í samræmi við ákvæði laga og reglugerða þar um.
 • Uppsetning á vottorðum, þ.e. byggingarleyfis-, öryggis- og lokaúttektarvottorð.
 • Úttektir, þ.e. fokheldis-, öryggis-, loka- og stöðuúttektir.
 • Eftirfylgni byggingarleyfisumsóknar vegna verkstöðu og byggingarstigs.
 • Skráning mannvirkja í kerfi Þjóðskrár Íslands og uppfærsla á byggingarstigi o.fl.
 • Veitir upplýsingagjöf og ráðgjöf um skipulags- og byggingarmál í Borgarbyggð.
 • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið af deildarstjóra skipulags- og byggingarmála.

Menntun og hæfniskröfur:

 • Gerð er krafa um háskólamenntun í verk-tækni eða byggingarfræði.
 • Góð almenn tölvukunnátta, þekking á OneSystem er kostur
 • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur
 • Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót
 • Nákvæmni og skipulagni í vinnubrögðum

VERKEFNASTJÓRI Í SKIPULAGSMÁLUM

Helstu verkefni og ábyrgð:

 • Hefur opinbert eftirlit og umsjón með skipulagsmálum, sbr. lög nr. 123/2010 með síðari breytingum.
 • Framkvæmd skipulagsmála og leyfa.
 • Gerir auglýsingar og kynningar varðandi skipulagsmál, þar með talið í Stjórnartíðindum.
 • Lögformlega afgreiðsla erinda og eftirfylgni mála.
 • Aðstoðar við viðhald og varðveislu uppdrátta og skjala vegna opinbers vegna skipulagsmála í samræmi við ákvæði laga og reglugerða þar um.
 • Aðstoðar við útreikninga og að reikningar séu gefnir fyrir gjöldum er varðar skipulagsmál samkv. gjaldskrá Borgarbyggðar.
 • Veitir upplýsingagjöf og ráðgjöf um skipulags- og byggingarmál í Borgarbyggð.
 • Önnur verkefni sem viðkomandi er falið af deildarstjóra skipulags- og byggingarmála.

Menntun og hæfniskröfur:

 • Gerð er krafa um háskólamenntun í verk-tækni eða byggingarfræði.
 • Góð almenn tölvukunnátta, þekking á OneSystem er kostur.
 • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi.
 • Þekking á opinberri stjórnsýslu er kostur.
 • Færni í mannlegum samskiptum og jákvætt viðmót.
 • Nákvæmni og skipulagni í vinnubrögðum.

Frekari upplýsingar um störfin:

Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns eru hvattir til að sækja um. Launakjör samkvæmt gildandi samningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsókn skal fylgja náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf.

Umsóknir skal senda á netfangið atvinna@borgarbyggd.is.

Öllum umsóknum verður svarað.

Vinnutími: Dagvinna

Starfshlutfall: 100%

Starfssvið: Stjórnsýslu-og þjónustusvið

Umsóknarfrestur er til og með: 25. apríl 2021

Nánari upplýsingar veitir Guðný Elíasdóttir deildarstjóri skipulags-og byggingarmála, gudny.eliasdottir@borgarbyggd.is – símanúmer: 433-7100