Fara í efni

Laust starf sérkennslustjóra í leikskólanum Andabæ

Laust starf sérkennslustjóra í leikskólanum Andabæ

Auglýst er eftir sérkennslustjóra til starfa í Andabæ á Hvanneyri. Um er að ræða 75% stöðu. Sérkennslustjóri starfar samkvæmt lögum og reglugerð um leikskóla, lögum um málefni fatlaðra og öðrum lögum sem við eiga, aðalnámskrá leikskóla, stefnu viðkomandi sveitarfélags og skólanámskrá leikskólans.

Helstu verkefni og ábyrgð
 • Ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar ásamt leikskólastjóra
 • Er faglegur umsjónarmaður sérkennslu, annast frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna leikskólans
 • Ber ábyrgð á miðlun upplýsinga milli sérkennsluráðgjafa, foreldra og þeirra sem koma að sérkennslu
 • Hefur umsjón með uppeldis-og námsgögnum leikskólans sem tengjast sérkennslu, gerð verkefna og gerð einstaklingsnámskráa
 • Tekur þátt í stjórnendateymi skólans
Menntunar- og hæfniskröfur
 • Leikskólakennaramenntun, þroskaþjálfamenntun, Bs. í sálfræði eða önnur sambærileg menntun sem nýtist í starfi
 • Framhaldsmenntun í sérkennslufræðum æskileg
 • Reynsla af sérkennslu
 • Reynsla af starfi í leikskóla
 • Lipurð og svegjanleiki í samskiptum
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi
 • Góð færni í mannlegum samskiptum
 • Góð íslenskukunnátta
 • Góð tölvukunnátta