Fara í efni

Leiklistarklúbbur MB setur upp söngleikinn Syngdu

Leiklistarklúbbur MB setur upp söngleikinn Syngdu

Í vetur hefur verið í gangi samvinnuverkefni Tónlistaskóla Borgarfjarðar, Leiklistarklúbbs MB og Menntaskóla Borgarfjarðar.

Nemendur MB og nemendur tíundu bekkja Grunnskóla Borgarfjarðar og Grunnskóla Borgarness sóttu leiklistarnámskeið á vegum Leynileikhússins fyrir áramót og nú síðustu vikur hafa farið fram æfingar fyrir SYNGDU í leikstjórn og uppsetningu Agnars Jóns Egilssonar.
 
Sýningin byggir á kvikmyndinni SING, sem fjallar um tilraun dýra til að bjarga leikhúsinu sínu með söngvakeppni.
 
Sýningar hefjast í þessari viku og hvetur Borgarbyggð alla til þess að mæta á sýninguna.
 

Sýningatímar:

  • 24. mars 19:00
  • 25. mars 19:00
  • 26. mars 14:00 og 19:00
Staðsetning: Menntaskóli Borgarfjarðar
 
Miðaverð:
  • Fullorðnir kr. 2.500
  • 15 ára og yngri og nemendur MB kr. 1.500