Fara í efni

Nýliðakvöld Slökkviliðs Borgarbyggðar 25. október

Nýliðakvöld Slökkviliðs Borgarbyggðar 25. október

Vilt þú vera með okkur í liði?

Slökkvilið Borgarbyggðar leita að öflugum einstaklingum, 20 ára og eldri af öllum kynjum til að ganga til liðs við hópinn.

Lausar stöður í Borgarnesi, á Hvanneyri, í Reykholti og á Bifröst.

Kynningarkvöld á starfsemi slökkviliðsins verður mánudagskvöldið 25. október nk. kl 20:00 á slökkvistöðinni í Borgarnesi að Sólbakka 13-15. Þar verður hægt að sækja um og skrá sig í inntökuferli.

Frekari upplýsingar veitir Heiðar Örn Jónsson Varaslökkviliðsstjóri, heidarorn@borgarbyggd.is.