Fara í efni

Öll starfsemi ráðhússins undir eitt þak

Öll starfsemi ráðhússins undir eitt þak

Frá og með deginum í dag, 16. febrúar er öll starfsemi ráðhúss Borgarbyggðar undir einu þaki á Digranesgötu 2 í Borgarnesi.  

Frá því í febrúar 2021 hefur starfsemi ráðhússins verið á tveimur starfsstöðvum og er því mikið fagnaðarefni að geta loksins sameinað þjónustustarfsemina á einum og sama stað.

Starfsfólk Borgarbyggðar taka nú vel á móti íbúum og viðskiptavinum á 1. hæð hússins alla virka daga frá kl. 10:00 – 15:00. Þjónustuverið opnar eins og áður kl. 09:30.