Fara í efni

Opið fyrir umsóknir í tónlistarnám

Opið fyrir umsóknir í tónlistarnám

Öflugt tónlistarnám fer fram á vegum Tónlistarskóla Borgarfjarðar og hægt að stunda nám á mörg hljóðfæri auk forskóla fyrir tvo elstu árganga í leikskóla, söngnáms og söngleikjadeildar. Næsta vetur mun skólinn líka bjóða upp nýjung og er það nám sem nefnt hefur verið “Stúdíóið sem hljóðfæri”. Þar munu nemendur kynnast nýtingu tölvutengdrar tækni til skapa og vinna tónlist.

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um tónlistarnám fyrir nýja nemendur.

Nemendur sem voru í námi og halda áfram þurfa ekkert að gera. Ef einhverjir hafa ekki látið vita af breytingum og ætla að hætta námi þá vinsamlegast gerið það strax þar sem laus nemendapláss eru ekki mörg.

Tími umsóknar ræður inntöku, en einnig þarf að taka tillit til þess hvort hægt er að bjóða það nám sem sótt er um á viðkomandi stað.

Kennt er á fjórum stöðum: Borgarnesi, Hvanneyri, Kleppjárnsreykjum og Varmalandi.

Vinsamlegast fyllið út umsókn HÉR.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ágúst Davíð nemanda tónlistarskólans leika á Nótunni í Stykkishólmi vorið 2022