Fara í efni

Opnir kynningarfundir: Samtal og samstarf í ferðamálum á Vesturlandi

Opnir kynningarfundir: Samtal og samstarf í ferðamálum á Vesturlandi

Markaðsstofa Vesturlands verður með tvo fundi í Borgarbyggð 8. mars nk.

  • Hótel Húsafell kl. 13:30
  • Hótel B59 í Borgarnesi kl. 17:00

Til umfjöllunar verður Áfangastaðaáætlun Vesturlands og áhersluverkefni ferðamála 2021-2023. Áætlunin fjallar um áherslur, uppbyggingu og þróun ferðamála í landshlutanum næstu þrjú árin. Markmið áætlunarinnar er meðal annars að stuðla að jákvæðum framgangi ferðamála, samræmdri uppbyggingu innviða og virkri vöruþróun. 

Skýrslan er einungis gefin út á rafrænu formi og hægt er að nálgast hana hér.

Allir hagaðilar og áhugafólk velkomið. - munið sóttvarnarreglur.

Aðra fundi og fundardaga má sjá hér fyrir neðan:

Snæfellsnes – fimmtudagur 4. mars.

  • Breiðablik – Gestastofa Snæfellsness kl. 10:30
  • Átthagastofa í Ólafsvík kl. 13:00
  • Samkomuhúsið í Grundarfirði kl. 15:00
  • Ráðhúsloftið í Stykkishólmi kl. 17:00

Akranes – föstudagur 5. mars.

  • Breið – nýsköpunarsetur kl. 13:00

Hvalfjörður – mánudagur 8.mars.

  • Laxárbakki í Hvalfjarðarsveit kl. 10:00

Dalir – þriðjudagur 9. mars.

  • Vínlandssetrið í Búðardal kl. 17:00