Fara í efni

Reykholtshátíð hlýtur tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Reykholtshátíð hlýtur tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna

Reykholtshátíð í Borgarfirði hefur verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2022 í flokki tónlistarhátíða. Hátíðin er þar í flokki með landskunnum listamönnum og menningarstofnunum eins og Björk Guðmundsdóttur og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Listrænir framkvæmdastjórar árið 2021 voru Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari og Þórunn Ósk Marinósdóttir víóluleikari hjá Sinfoníuhljómsveit Íslands.

Reykholtshátíðin hefur nú í tvígang fengið samstarfssamning við Borgarbyggð, fyrst árið 2021 og fyrir árið 2022. Það er mikilvægt að styðja við viðburði sem hafa skapað sér sess í Borgarbyggð og er meginmarkmið samningsins að tryggja rekstur og menningararfleið viðburða í sveitarfélaginu. 

Íslensku tónlistarverðlaunin verða veitt þann 30. mars næstkomandi.

Borgarbyggð óskar framkvæmdastjórum innilega til hamingju með tilnefninguna.