Fara í efni

Skýrsla um framtíðarfyrirkomulag Safnahúss Borgarfjarðar

Skýrsla um framtíðarfyrirkomulag Safnahúss Borgarfjarðar

Í ársbyrjun var ákveðið að rýna og endurskoða starfsemi Safnahúss Borgarfjarðar. Sveitarfélagið gerði samning við fyrirtækið Strategíu, sem fékk það verkefni að móta tillögur að framtíðarfyrirkomulagi fyrir Safnahús Borgarfjarðar til næstu ára og nauðsynlegar aðgerðir til að ná fram meginmarkmiðum.

Fyrsti áfangi verkefnisins var greiningarvinna þar sem Safnhús Borgarfjarðar var greint með því að rýna fyrirliggjandi gögn, þ.e. stefnur, greiningar og skýrslur. Framkvæmd var SVÓT-greining með starfsfólki sveitarfélagsins og byggðarráði og íbúakönnun lögð fyrir á heimasíðu sveitarfélagsins, en um 380 svör bárust. 

Skýrsluna má lesa í heild sinni hér en í megindráttum er lagt til að breyta hlutverki Safnahúss Borgarfjarðar. Tillögur að aðgerðum voru m.a. að móta sýn, áherslur og aðgerðir fyrir hvert safn, að innleiða stafræna tækni héraðsskjalasafns og auka eftirlit með skilaskyldum aðilum, nútímavæðing bókasafnsins, endurskoðun nýtingar núverandi húsnæðis Safnahúss og varðveislurýmis og kanna grundvöll fyrir því að náttúrugripasafn verði hluti af Landbúnaðarsafni.

Fyrsta aðgerðin, sem búið er að samþykkja í byggðarráði, er að auglýsa stöðu forstöðumanns menningarmála. Byggðarráð bindir vonir við að þær breytingar sem gerðar verða á forstöðu menningarmála með þessum hætti muni hafa jákvæð áhrif á menningarlega upplifun í sveitarfélaginu í samræmi við efni skýrslu um framtíðarfyrirkomulag Safnahúss Borgarfjarðar.