Fara í efni

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð

Stýrihópur um heilsueflandi samfélag í Borgarbyggð

Sveitarstjórn hefur  skipað eftirtalda fulltrúa í stýrihóp um heilsueflandi samfélag:

Tengiliður sveitarfélags Gunnlaugur A. Júlíusson Ráðhús
Tengiliður sveitarstjórnar Geirlaug Jóhannsdóttir Ráðhús
Verkefnastjóri Anna Magnea Hreinsdóttir Sviðsstjóri fjölskyldusviðs
Umhverfis- og skipulagssvið Guðrún S. Hilmisdóttir Sviðsstjóri umhverfis- og skipulags
Leikskólar Kristín Gísladóttir Ugluklettur
Grunnskólar Guðjón Guðmundsson GBF-Kleppjárnsreykjum
Framhaldsskóli Lilja S. Ólafsdóttir Menntaskóli Borgarfjarðar
Heilsugæsla Linda Kristjánsdóttir Heilsugæslan
UMSB Pálmi Blængsson UMSB
Lögregla Theodór Þórðarson Lögreglan
Forvarnarfulltrúi Freyja Þ. Smáradóttir Félagsþj. Borgarbyggðar
Eldri borgarar Guðrún María Harðardóttir  
Atvinnulífið Jakob Guðmundsson LímtréVírnet

Heilsueflandi samfélag byggist á lýðræðislegum grundvelli  og sameiginlegri ábyrgðar- og eignarhaldstilfinningu íbúa. Lögð er áhersla á  mælanleg markmið, að virkja fólk til þátttöku og sýna fram á jákvæða þróun og breytingar í umhverfinu, bæði til skemmri og lengri tíma. Helstu verkefni stýrihópsins verða að gæta að áhrifum á heilsu og líðan í allri stefnumótun á vegum sveitarfélagsins. Valdar verða ólíkar leiðir til heilsueflingar, t.d. verður stuðst við opinberar ráðleggingar um mataræði þegar teknar eru ákvarðarnir er varða næringu íbúa og tryggt gott aðgengi að hollum mat og drykk í stofnunum Borgarbyggðar. Einnig verður hugað að skipulagi og hönnun sem stuðlar að hreyfingu (s.s. göngu- og hjólastígum, leikvöllum og grænum svæðum), tryggt gott framboð og aðgengi að skipulagðri hreyfingu fyrir allan aldur og hugað að ýmsu forvarnarstarfi. Innleiðing frístundastyrks fyrir börn og ungmenni er liður í þeirri forvörn. Ef vel er staðið að innleiðingu Heilsueflandi samfélags má vænta þess að íbúar bæti heilsu sína og lífsgæði. Þar er stefnt að því að auka ánægju, hamingju og heilsuhreysti sem allra flestra íbúa með því að öðlast aukna heilsumeðvitund, heilsulæsi, afköst og árangur. Fyrir vikið ætti samfélagið í heild að verða enn eftirsóknarverðara, hagkvæmara, , öruggara, sjálfbærara og skilvirkara.