Fara í efni

Sumarfjör eldri borgara í Borgarbyggð

Sumarfjör eldri borgara í Borgarbyggð

Borgarbyggð minnir á að félagsstarf aldraða að Borgarbraut 65a er opið í allt sumar. Eftir inniveru og einangrun vegna Covid-19 faraldursins er líklega kærkomið fyrir marga að geta tekið þátt í félagsstarfi í góðum félagsskap.

Í sumar verður liðsauki í félagsstarfi aldraðra að Borgarbraut 65a sem gerir það að verkum að hægt verður að bjóða upp á aukna afþreyingu.

Dagskrá vikuna 6. - 10. júlí 2020 er sem hér segir:

Mánudagur 06.07.20

  • 10:30 Boccia

Þriðjudagur 07.07.20

  • 10:30 Létt ganga
  • 14:00 Spil

Miðvikudagur 08.07.20

  • 10:30 Boccia
  • 14:00 Ferð í Garðplöntustöðina Gleym-mér-ei

Fimmtudagur 09.07.20

  • 10:30 Létt ganga
  • 14:30 Ferð í Geirabakarí

Föstudagur 10.07.20

  • 10:30 Létt ganga