Fara í efni

Sumarstörf við sundlaugar Borgarbyggðar

Sumarstörf við sundlaugar Borgarbyggðar

Íþróttamiðstöðvar Borgarbyggðar auglýsa eftir kvenkyns starfsmanni í sumarafleysingar.

  • Starfsmaður óskast við sundlaugina í Borgarnesi frá 30. maí til 31. ágúst 2023. Um er að ræða 100% starf þar sem unnið er í vaktavinnu og unnið þriðja hver helgi.

  • Starfsmaður óskast við sundlaugina á Kleppjárnsreykjum frá 3. júní til 13. ágúst 2023. Um er að ræða 100% starf þar sem unnið er í vaktavinnu.

  • Starfsmaður óskast við sundlaugina á Varmalandi frá 3. júní til 13. ágúst 2023. Um er að ræða 100% starf þar sem unnið er í vaktavinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð
  • Öryggisgæsla og eftirlit.
  • Afgreiðsla og aðstoð við viðskiptavini.
  • Þrif.
Menntunar- og hæfniskröfur
  • Viðkomandi þarf að hafa náð 18 ára aldri.
  • Góð þjónustulund og lipurð í samskiptum.
  • Hreint sakavottorð.
  • Gerð er krafa að viðkomandi standist hæfnispróf samkvæmt reglugerð nr. 814/2010 um hollustuhætti á sund- og baðstöðum.

Sækja um hér