Fara í efni

Takk-veggur í Borgarnesi

Takk-veggur í Borgarnesi

Til fyrirmyndar er hvatningarátak tileinkað frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni en þann 1. ágúst nk. eru 40 ár liðin síðan frú Vigdís Finnbogadóttir var sett í embætti forseta Íslands.  Þar með stigu Íslendingar framfaraskref á heimsvísu með því að vera fyrst þjóða til að kjósa konu sem forseta í lýðræðislegum kosningum, það var til fyrirmyndar. Því er við hæfi á þessum tímamótum að staldra við, huga að því sem vel er gert og þakka þeim sem vil teljum vera til fyrirmyndar á einn eða annan hátt.

Vinnuskólinn í Borgarnesi hefur unnið hörðum höndum að mála TAKK-vegg sem er nú tilbúinn og er staðsettur við ærslabelginn við sundlaugina í Borgarnesi.

Borgarbyggð hvetur íbúa til þess að taka þátt í átakinu og senda hrós, við þekkjum öll einhvern sem er til fyrirmyndar.

Á vegum hvatningarátaksins er jafnframt stór gjafaleikur, þar sem þeir sem taka mynd af sér við Takk-vegg, deila henni á Instagram eða Facebook og merkja #tilfyrirmyndar geta unnið glæsilegan gjafapakka að andvirði 100.000 kr frá fyrirmyndar fyrirtækjum.

Nánari upplýsingar um leikinn má finna á Facebook og á Instagram.

 

 

 

 

 

 

Tekið af heimasíðu tilfyrirmyndar.is 31.07.2020