Fara í efni

Þjónustuver Borgarbyggðar opnar á ný á nýjum stað

Þjónustuver Borgarbyggðar opnar á ný á nýjum stað

Vegna tilslakana sem sóttvarnarlæknir hefur kynnt mun þjónustuver Borgarbyggðar opna fyrir íbúa, gesti og gangandi mánudaginn 3. maí næstkomandi.  

Starfsemi sveitarfélagsins hefur fært sig um set og er nú staðsett á Bjarnabraut 8 (stjórnsýsluhúsið). Gengið er inn til hægri á jarðhæð. 

Opnunartími er frá kl. 09:30 til 15:00 alla virka daga.