Fara í efni

Þrettándahátíðin fellur niður

Þrettándahátíðin fellur niður

Vegna hertra samkomutakmarkana vegna Covid-19 verður ekki formleg dagskrá í tilefni að þrettándanum eins og hefð er fyrir. Þó að þrettándahátíðin fari fram utandyra dregur hún að sér fjölda og það er samfélagsleg skylda sveitarfélagsins að hvetja ekki til hópamyndunar á þessum tímapunkti. Borgarbyggð telur mikilvægt að leggja sitt af mörkum í heftingu faraldursins með þessum hætti.

Borgarbyggð hvetur íbúa hins vegar til þess að fagna síðasta degi jóla með sínu nánasta fólki. Útivistarsvæðin í sveitarfélaginu eru svo sannarlega tilvalin til þess, til dæmis ganga strandlengjuna í Borgarnesi, grilla sykurpúða í Einkunnum, fá sér heitt kakó og smákökur í Skallagrímsgarði eða kíkja í ævintýraskóginn í Reykholtsdal svo fáein dæmi séu nefnd.