Fara í efni

Tilnefningar óskast – Listamanneskja Borgarbyggðar 2023

Tilnefningar óskast – Listamanneskja Borgarbyggðar 2023

Borgarbyggð óskar eftir tilnefningum frá almenningi til Listamanneskju Borgarbyggðar fyrir árið 2023. 

Nafnbótin getur hvort sem er hlotnast einstaklingum eða hópi og geta allir tilnefnt listamanneskju úr öllum listgreinum. 

Byggðarráð mun fara yfir allar þær tillögur sem berast og verða niðurstöðurnar kynntar 17. júní nk.

Tilnefningar þurfa að berast fyrir 25. maí nk. og skal skila rafrænt á netfangið mannlif@borgarbyggd.is.

Nánari upplýsingar og reglur má finna hér.