Fara í efni

Tónleikar - Að skapa og vera skáld

Tónleikar - Að skapa og vera skáld

Á morgun, þriðjudaginn 26. apríl nk., verða spennandi tónleikar haldnir í sal Tónlistarskólans kl. 18:00-18:45.

Nemendur í Tónlistarskóli Borgarfjarðar munu leika eigin tónverk og eru mörg þeirra byggð á efni úr heftinu "Hitt og Þetta" sem tekið var sérstaklega saman á vegum Safnahúss Borgarfjarðar til að veita ungum tónskáldum innblástur.  Sköpun er lykilþáttur í öllu námi og starfi.

Tónleikarnir eru öllum opnir og gjaldfrjálsir og við hvetjum alla áhugasama til að koma meðan húsrúm leyfir.