Fara í efni

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fundaði með veiðimönnum

Umhverfis- og landbúnaðarnefnd fundaði með veiðimönnum

Á 42. fundi Umhverfis-og landbúnaðarnefndar Borgarbyggðar bauð nefndin þeim veiðimönnum sem sinnt hafa refa-og minkaveiði fyrir sveitarfélagið til fundarins.

Nefndin vildi með fundinum kalla eftir sjónarmiðum veiðimanna varðandi málaflokkinn og ræða möguleika til úrbóta. Ýmsar vangaveltur komu fram og mynduðust góðar umræður í hópnum.

Hópurinn var sammála um að vinna áfram að málinu og hittast aftur síðar á árinu.

Á myndinni má sjá fulltrúa Umhverfis-og landbúnaðarnefndar ásamt hluta af þeim veiðimönnum sem sinnt hafa refa-og minkaeyðingu fyrir sveitarfélagið.