Fara í efni

Upplýsinga - og kynningarfundur um skýrslu um safnamál

Upplýsinga - og kynningarfundur um skýrslu um safnamál

Upplýsinga- og kynningarfundur um helstu niðurstöður sem koma fram í skýrslu vinnuhóps um þróun safnastarfs í Borgarbyggð og aukna starfsemi í menningarhúsinu Hjálmakletti verður haldinn í Hjálmakletti á morgun, miðvikudaginn 11. apríl kl. Fundurinn hefst kl. 20:00. Á fundinum verður starf vinnuhópsins kynnt svo og innihald skýrslunnar. Að afloknu kynningarerindi um skýrsluna verða flutt ávörp með sjónarmiðum viðkomandi aðila um fyrrgreinda skýrslu frá Safnahúsi Borgarfjarðar, arkitekt Hjálmakletts og formanni stjórnar Menntaskóla Borgarfjarðar. Að inngangserindum afloknum verða almennar umræður. Dagskrá fundarins er sem hér segir:

  1. Sigurjón Þórðarson ráðgjafi hjá Nolta og starfsmaður vinnuhópsins kynnir starf vinnuhópsins og helstu niðurstöður skýrslunna
  2. Guðrún Jónsdóttir, forstöðumaður Safnahúss Borgarfjarðar.
  3. Steinþór Kári Kárason, arkitekt Hjálmakletts.
  4. Vilhjálmur Egilsson, rektor Háskólans á Bifröst og formaður stjórnar Menntaskóla Borgarfjarðar.
  5. Almennar umræður og fyrirspurnir.