Fara í efni

Vel heppnaður íbúafundur um skólastefnu

Vel heppnaður íbúafundur um skólastefnu

Þann 22. mars sl. fór fram íbúafundur um skólastefnu í Borgarbyggð. Fundurinn var vel sóttur, um 80 manns mættu í Hjálmaklett og fór fram hópavinna á átta borðum. Einnig var í boði að taka þátt á Teams og myndaðist einn rafrænn hópur sem er mjög ánægjulegt.

Það er mikill áhugi um skólamál í sveitarfélaginu og mynduðust góðar umræður, en hóparnir unnu með eftirfarandi spurningar:

  1. Hvert er mat ykkar á stöðu skólamála í Borgarbyggð?
  2. Hverjir eru styrkleikar?
  3. Hvað er brýnast að bæta?
  4. Hvaða sóknarfæri sjáið þið helst?
  5. Hvernig viljið þið sjá skólastarfið eftir fimm til tíu ár? Hvað viljið þið helst að einkenni það?
  6. Hafið þið skoðanir á skólaskipan – og ef svo hverjar?

Afraksturinn úr þessari vinnu fá finna hér.

Nú þegar er búið að halda rýnifund með nemendum, foreldrum og starfsmönnum og því er næsta skref að vinna úr þeim punktum sem fram komu á fundinum og skólastefnan tekin saman. Þegar drögin liggja fyrir verður stefnan birt á heimasíðu Borgarbyggðar til umsagnar.