Fara í efni

Verkfæri í hendur kennara

Verkfæri í hendur kennara

Kennarar í grunnskólum Borgarbyggðar sitja þessa dagana hagnýtt námskeið sem ber heitið Verkfærakistan.

Markmiðið með námskeiðinu er að hjálpa kennurum að koma auga á börn og ungmenni sem eru í félagslegum vanda. Auk þess er farið yfir árangursríkar aðferðir sem notaðar eru til þess að aðstoða þessa einstaklinga. 

Það er ekki oft nóg að vinna eingöngu með einstaklinga heldur þarf að vinna með allan hópinn, er það til að mynda nauðsynlegt í eineltismálum og ýmsum samskiptavandamálum. Þá er vandinn í mörgum tilfellum tengdur hópnum í heild en ekki einstaka börnum. Bestur árangur næst með markvissum langvarandi aðgerðum sem beinast annars vegar að einstaklingum og hins vegar að hópnum.

Námskeiðið samanstendur af fimm skiptum, tvær og hálfa klukkustund í senn. Inn á milli tímanna prófa þátttakendur aðferðirnar í sínum hópi og fá í framhaldinu stuðning og handleiðslu í næsta tíma á eftir.