Fara í efni

Fréttasafn

Jan Mar Mar Maí Maí Júl Júl Ágú Okt Okt Des Des

Kynningarfundur fyrir eldri íbúa á verkefninu Bjart líf

Næstkomandi mánudag, þann 3.október, munu verkefnastjórar heilsueflingar 60+ hjá ÍSÍ vera með kynningu fyrir eldri íbúa Borgarbyggðar á verkefninu Bjart líf og heimasíðunni www.bjartlif.is sem er ætlað að gera framboð á hreyfingu fyrir eldra fólk á öllu landinu sýnilegra og aðgengilegra.

Opið hús hjá Öldunni 5. október nk.

Miðvikudaginn 5. október nk. verður opið hús hjá Öldunni í tilefni af flutningum í nýtt húsnæði að Sólbakka 4 í Borgarnesi.

Félagsfærninámskeið fyrir börn - ART námskeið

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar býður upp á ART námskeið fyrir börn á grunnskólaaldri. ART stendur fyrir Agression Replacement Training og er aðferð sem hjálpa börnum að bæta félagsfærni, læra að stjórna reiði sinni, efla siðferðis-þroska og draga úr erfiðri hegðun. ART gagnast öllum vel og hjálpar oft börnum með ýmis þroska og hegðunarfrávik, of-vikni eða atferlisraskanir að ná betri tökum á hegðun og líðan.

Aukið samráð milli umsagnar- og eftirlitsaðila í Borgarbyggð

Þann 9. september sl. komu saman til fundar í Hjálmakletti í Borgarnesi fulltrúar frá Slökkviliði Borgarbyggðar, Byggingafulltrúa Borgarbyggðar, Lögreglustjórinn á Vesturlandi, Vinnueftirliti, Heilbrigðiseftirlit Vesturlands og Vinnustaðaeftirlit Stéttarfélags Vesturlands.

Viltu vita meira um ADHD? - Foreldrafærninámskeið

Fjölskyldusvið Borgarbyggðar býður upp á námskeið fyrir foreldra barna með ADHD á leik- og grunnskólaaldri. Á námskeiðinu verður farið yfir einkenni og áhrif ADHD og helstu leiðir sem gagnast geta í uppeldi barna. Námskeiðið er bæði fyrir foreldra barna sem hafa farið í gegnum skimun eða fengið formlega greiningu en einnig foreldra barna þar sem grunur er um ADHD.