28. september, 2022
Fjölskyldusvið Borgarbyggðar býður upp á ART námskeið fyrir börn á grunnskólaaldri. ART stendur fyrir Agression Replacement Training og er aðferð sem hjálpa börnum að bæta félagsfærni, læra að stjórna reiði sinni, efla siðferðis-þroska og draga úr erfiðri hegðun. ART gagnast öllum vel og hjálpar oft börnum með ýmis þroska og hegðunarfrávik, of-vikni eða atferlisraskanir að ná betri tökum á hegðun og líðan.