Fara í efni

Fréttasafn

Jan Feb Mar Apr Maí Jún Júl Ágú Sep Okt Nóv Des

Margmenni á súpufundi fyrir atvinnurekendur

Þann 15. nóvember sl. fór fram súpufundur fyrir atvinnurekendur í Borgarbyggð. Fundurinn var vel sóttur og má áætla að um 70 manns hafi mætt til að hlýða á áhugaverða örfyrirlestra og taka þátt í samtalinu.

Vel sóttur stefnumótunarfundur og ungmennaþing

Hvað er að frétta? var yfirskrift stefnumótunarfundar og ungmennaþings sem haldið var miðvikudaginn 9. nóvember sl. Viðburðurinn var afar vel sóttur, bæði af fullorðnum og ungmennum. Gaman er að segja frá því að ungmennin voru í meirihluta sem er mjög ánægjulegt og mikilvægt fyrir vinnuna sem framundan er.

Umsóknir fyrir jólamarkað í Safnahúsi Borgarfjarðar

Aðventan nálgast nú óðfluga en fyrirhugað er að halda aðventuhátíð 27. nóvember nk. Hátíðin hefst á jólasamveru í Safnahúsi Borgarfjarðar áður en kveikt verður á jólatrénu í Skallagrímsgarði.

Opinn dagur hjá Tónlistarskóla Borgarfjarðar 9. nóvember nk.

Í tilefni af því að 55 ár eru liðin frá stofnun Tónlistarskóla Borgarfjarðar er skólinn opinn fyrir gesti og gangandi miðvikudaginn 9. nóvember frá kl.16:00-18:30. Við bjóðum stofurölt, aðstöðukynningu og kaffispjall með köku.