Þann 22. mars sl. fór fram íbúafundur um skólastefnu í Borgarbyggð. Fundurinn var vel sóttur en um 80 manns mættu í Hjálmaklett og fór fram hópavinna á átta borðum. Einnig var í boði að taka þátt á Teams og myndaðist einn rafrænn hópur sem er mjög ánægjulegt.
Í síðustu viku tók Grunnskóli Borgarfjarðar á móti þátttakendum frá fimm skólum í Evrópu, en um er að ræða Erasmus+ verkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu. Um er að ræða skólar í Lettlandi, Rúmeníu, Spáni, Tékklandi og Portúgal.
Sveitarfélagið er í óða önn að undirbúa komu flóttafólks frá Úkraínu. Móttakan er unnin í samstarfi Borgarbyggðar, Rauða Kross Íslands, Háskólans á Bifröst og fleiri aðila.
Ungmennaþing Vesturlands fór fram á Lýsuhóli dagana 12.-13. mars sl. Sex sveitarfélög á Vesturlandi sendu fulltrúa á þingið, þar á meðal Borgarbyggð. Meðlimir Ungmennaráðs Borgarbyggðar tóku þátt af heilum hug og fengu tækifæri til að stuðla að uppbyggingu í þágu ungs fólks í landshlutanum og kynnast öðrum ungmennum á svæðinu svo fáeitt sé nefnt.