Fara í efni

Afgreiðslufundur skipulagsfulltrúa

18. fundur 18. ágúst 2023 kl. 12:30 - 13:15 í fundarsal að Digranesgötu 2
Starfsmenn
  • Þóra Júlíusdóttir verkefnisstjóri
  • Drífa Gústafsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Þóra Margrét Júlíusdóttir Verkefnastjóri
Dagskrá

1.Umsókn um framkvæmdaleyfi

2308138

Lögð er fram umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir endurnýjun á fjórum biðskýlum við Borgarbraut, við íþróttahúsið og við Hrafnaklett.

Framlögð er matsáætlun og uppdráttur dags. 19.10.2020.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykktir að gefa út framkvæmdaleyfi vegna endurnýjunar fjögurra biðskýla í Borgarnesi. Framkvæmdaleyfið tekur til allra þátta framkvæmdarinnar svo sem tengingar við rafmagn í samstarfi við RARIK.

2.Ásvegur 4 L133857 - Umsókn um byggingarleyfi_bílskúr

2306280

Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir bílskúr við lóðina Ásvegur 4 L133857 á Hvanneyri. Bílskúrinn er 34,5fm að stærð. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir lóðarhöfum við Ásveg 1, 2 og 6.

3.Súluklettur 1 - L189383 - Umsókn um byggingarleyfi

2307055

Lögð er inn umsókn um byggingarleyfi fyrir byggingu af tvíbýlishúsi á tveimur hæðum á lóðinni Súluklettur 1 L189383. Byggingarleyfi var gefið út 2007 og hefur þegar verið steypt fyrsta hæð og bílskúr á lóðinni. Ekkert deiliskipulag er á svæðinu.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir að grenndarkynna byggingarleyfið fyrir hagsmunaaðilum í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Kynnt verði fyrir fasteignaeigendum við Súluklett 2-6 og Svöluklett 2 og 4.

4.Borgarbraut 63 L135506 - Umsókn um deiliskipulag

2308055

Lögð er fram tillaga að breytingu á deiliskipulagi fyrir Dílatanga í Borgarnesi frá árinu 2023. Breytingin tekur einungis til greinargerðar deiliskipulagsins en engin breyting er gerð á uppdrætti. Breytingin felst í hækkun á nýtingarhlutfalli um 0,1, úr 1,3 í 1,4. Breytingin er talin óveruleg þar sem um er að ræða stækkun á kjallara en hefur ekki áhrif á ásýnd og umfang húss. Aðrir skilmálar deiliskipulagsins óbreyttir.

Uppdráttur dags. 16.08.2023.
Skipulagsfulltrúi, sem fer með fullnaðarafgreiðsluvald sveitarstjórnar skv. samþykkt um stjórn Borgarbyggðar, samþykkir óveruleg breyting á deiliskipulagi skv. 2. mgr. 43. gr. og 3. mgr. 44. skipulagslaga nr. 123/2010 þar sem breytingin hefur ekki áhrif á aðra en sveitarfélagið og málsaðila.

Fundi slitið - kl. 13:15.